Dæmisögur JesúSýnishorn

The Parables of Jesus

DAY 23 OF 36

TÝNDUR SONUR
Þetta er ef til vill þekktasta dæmisagan, oft kölluð glataði eða týndi sonurinn, og segir sögu tveggja bræðra sem reyna að þóknast föður sínum og öðlast viðurkenningu hans.

Týndi sonurinn tekur erfðahlut sinn og sóar honum hratt og heimskulega. Þegar honum verður ljóst að hann hefur sært föður sinn og hve innihaldslaust líf hans er reynir hann að snúa aftur til föðurins svo hann geti öðlast velþóknun hans á ný. Hann þarf ekkert að reyna á sig til þess vegna þess að faðirinn elskar son sinn og býður hann velkominn án þess að hann þurfi að vinna einn einasta dag fyrir föðurinn.

Orðið "týndur" vísar til óhóflegrar eyðslusemi, titils sem sonurinn fékk fyrir það hvernig hann sólundaði arfinum. En það er í raun faðirinn sem sýnir óendanlega rausn í þessari sögu því hann er fullkomlega óspar á ást sína til sonarins, fyrirgefningu, miskunn og eigur sínar þegar sonurinn snýr aftur heim.

Eldri bróðirinn gleymist oft í þessari sögu, en hann skipti áheyrendurna, Faríseana sem höfðu hlustað frá byrjun, miklu máli. Þeir þekktu eldri bróðurinn sem taldi að hann ætti að njóta þess umfram yngri bróður sinn að hafa farið eftir reglunum og táknar þær í sögunni. Eldri bróðirinn gerir allt sem hann getur til að hljóta elsku föðurins og blessun, ekki vegna kærleika og löngunar til að blessa föðurinn. Sagan sýnir okkur iðrun og endurlausn yngri bróðurins en hvað varð um eldri bróðurinn, sem treysti á gjörðir sínar umfram allt annað, er ekki ljóst af sögunni.

Ritningin

About this Plan

The Parables of Jesus

Í þessari lestraráætlun muntu fara í gegnum dæmisögur Jesú og uppgötva hvað þessi mikilvæga kennsla hans þýðir fyrir þig! Lesandinn fær marga daga til að vinna upp tapaðan tíma svo að hann geti haldið áætlun og gefið sér tíma til að hugleiða og uppörvast af kærleika og krafti Jesú!

More

We would like to thank Trinity New Life Church for this plan. For more information, please visit: http://www.trinitynewlife.com/