Dæmisögur JesúSýnishorn

The Parables of Jesus

DAY 27 OF 36

VERKAMENN Í VÍNGARÐINUM
Hvort stendur þú með húsbóndanum eða verkamönnunum eftir að hafa lesið dæmisöguna? Telur þú að launin hefðu ekki átt að vera jafn há, eða tekur þú svari landeigandans sem borgaði nákvæmlega eins og hann hafði lofað?

Þessi dæmisaga dregur fram tilfinningar gagnvart erfiði okkar og velþóknun Guðs. Efesusbréfið 2:8-9 bendir á "að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því." Þrátt fyrir það eru sumir of ákafir í að mikla verk sín fyrir Guð og að krefjast "réttlátra" launa fyrir þau "góðu" verk!

Húsbóndinn í dæmisögunni er réttlátur og sanngjarn; hann borgaði hverjum verkamanni það sem hann lofaði og eins og honum þótti viðeigandi. Á sama hátt auðsýnir Guð okkur miskunn og náð, ekki vegna erfiðis okkar heldur vegna kærleika hans. En hvers konar verkamenn erum við? Teljum við að verk okkar séu meiri en annarra og ætlumst því til meiri umbunar? Teljum við að aðrir geri minna en við en hljóti sömu náð og langar okkur að stappa niður fæti og mótmæla því?

Eða þökkum við Guði fyrir að hann meðtekur okkur öll? Munum við að hann skuldar okkur ekki neitt, samt gefur hann okkur allt? Það eru engin takmörk á náð Guðs og miskunn svo við skulum hvorki vera afbrýðisöm eða ráðvillt vegna þess hvernig henni er útdeilt til annarra. Miklu fremur skulum við fagna stöðugt yfir því að Guð velur okkur!

About this Plan

The Parables of Jesus

Í þessari lestraráætlun muntu fara í gegnum dæmisögur Jesú og uppgötva hvað þessi mikilvæga kennsla hans þýðir fyrir þig! Lesandinn fær marga daga til að vinna upp tapaðan tíma svo að hann geti haldið áætlun og gefið sér tíma til að hugleiða og uppörvast af kærleika og krafti Jesú!

More

We would like to thank Trinity New Life Church for this plan. For more information, please visit: http://www.trinitynewlife.com/