Dæmisögur JesúSýnishorn

RÍKUR MAÐUR OG LASARUS
Jesús kennir okkur tvennt í þessari dæmisögu, annars vegar um það hvernig við verjum eigum okkar og hins vegar um traust á ritningunum.
Í fyrri hluta dæmisögunnar (vers 19-26) sjáum við hvernig hlutskipti tveggja manna snúast við þegar þeir fara úr jarðlífinu inn í eilífðina. Lasarus sem þráði að fá molana af borði ríka mannsins var borinn af englum í faðm Abrahams. Ríki maðurinn, sem ekki hafði skipt sér neitt af betlaranum, leið nú óendanlegar kvalir. Þessi dæmisaga er ekki til þess að kenna okkur hvernig lífið að þessu loknu verður heldur til að kenna hvað það er mikilvægt að við notum það sem við eigum, sama hvað mikið það er, til þess að sýna kærleika og annast um þau sem eru í kringum okkur en ekki til þess að uppfylla allar langanir okkar. Eignir, jafnvel mikil auðæfi, eru ekki slæmar. En við verðum að gæta að því hvernig við notum þær. Er það í þágu guðsríkisins eða í veraldlegar lystisemdir?
Um leið og ríki maðurinn sá mistökin sem hann hafði gert vildi hann vara bræður sína við til þess að þeir slyppu við kvalirnar, en Abraham minnti hann á að þeir hefðu þegar verið varaðir við í ritningunum. Maðurinn er viss um að yfirnáttúrulegt tákn muni breyta afstöðu bræðra hans, en Abraham er á öðru máli. Við þurfum að gæta þess að falla ekki í sömu gildru og ríki maðurinn, það er að bíða eftir tákni en líta framhjá orði Guðs sem blasir við okkur. Jesús gerði fjölda tákna í þjónustu sinni, samt trúðu ekki allir á hann eða fylgdu honum. Við ættum að vera þakklát fyrir allar þær viðvaranir sem ritningarnar geyma í stað þess að krefjast meira en þeirra frá skaparanum.
Jesús kennir okkur tvennt í þessari dæmisögu, annars vegar um það hvernig við verjum eigum okkar og hins vegar um traust á ritningunum.
Í fyrri hluta dæmisögunnar (vers 19-26) sjáum við hvernig hlutskipti tveggja manna snúast við þegar þeir fara úr jarðlífinu inn í eilífðina. Lasarus sem þráði að fá molana af borði ríka mannsins var borinn af englum í faðm Abrahams. Ríki maðurinn, sem ekki hafði skipt sér neitt af betlaranum, leið nú óendanlegar kvalir. Þessi dæmisaga er ekki til þess að kenna okkur hvernig lífið að þessu loknu verður heldur til að kenna hvað það er mikilvægt að við notum það sem við eigum, sama hvað mikið það er, til þess að sýna kærleika og annast um þau sem eru í kringum okkur en ekki til þess að uppfylla allar langanir okkar. Eignir, jafnvel mikil auðæfi, eru ekki slæmar. En við verðum að gæta að því hvernig við notum þær. Er það í þágu guðsríkisins eða í veraldlegar lystisemdir?
Um leið og ríki maðurinn sá mistökin sem hann hafði gert vildi hann vara bræður sína við til þess að þeir slyppu við kvalirnar, en Abraham minnti hann á að þeir hefðu þegar verið varaðir við í ritningunum. Maðurinn er viss um að yfirnáttúrulegt tákn muni breyta afstöðu bræðra hans, en Abraham er á öðru máli. Við þurfum að gæta þess að falla ekki í sömu gildru og ríki maðurinn, það er að bíða eftir tákni en líta framhjá orði Guðs sem blasir við okkur. Jesús gerði fjölda tákna í þjónustu sinni, samt trúðu ekki allir á hann eða fylgdu honum. Við ættum að vera þakklát fyrir allar þær viðvaranir sem ritningarnar geyma í stað þess að krefjast meira en þeirra frá skaparanum.
Ritningin
About this Plan

Í þessari lestraráætlun muntu fara í gegnum dæmisögur Jesú og uppgötva hvað þessi mikilvæga kennsla hans þýðir fyrir þig! Lesandinn fær marga daga til að vinna upp tapaðan tíma svo að hann geti haldið áætlun og gefið sér tíma til að hugleiða og uppörvast af kærleika og krafti Jesú!
More
We would like to thank Trinity New Life Church for this plan. For more information, please visit: http://www.trinitynewlife.com/