Dæmisögur JesúSýnishorn

The Parables of Jesus

DAY 32 OF 36

FARÍSEI OG TOLLHEIMTUMAÐUR
Enn og aftur skorar Jesús á okkur að spyrja hvaðan sannfæring okkar um réttlætingu kemur - frá Kristi eða okkur sjálfum?

Mikilvægt er að átta sig á því að hegðun okkar skiptir máli og að Guði þóknanlegt líferni, ekki bara Guði þóknanlegar hugsanir, eru nokkuð sem lærisveinn keppir sífellt eftir. Ferli sem kallað er helgun. En hegðunin er ekki það sem frelsar okkur; hún ætti að leiða af endurlausn okkar. Við eigum aldrei að treysta því að hegðun okkar frelsi okkur heldur setjum við traust okkar á Krist og hann einan. Breytt hegðun okkar á að koma fram sem viðbragð við óverðskuldaðri elsku og fyrirgefningu Jesú en ekki til þess að eignast og eiga kærleika hans vísan.

Þegar þú kemur til Krists í dag kemur þú þá með sjálfstraust vegna þess hversu vel þú hefur haldið lögmálið eða í þeirri auðmjúku afstöðu að þú getir ekki öðlast réttlætingu án Krists? Er vera þín þanin af ánægju vegna góðrar hegðunar þinnar eða full auðmýktar vegna elsku Krists sem breiðir yfir alla bresti þína við að elska hann og öðlast sáttargjörð hans?

Ritningin

About this Plan

The Parables of Jesus

Í þessari lestraráætlun muntu fara í gegnum dæmisögur Jesú og uppgötva hvað þessi mikilvæga kennsla hans þýðir fyrir þig! Lesandinn fær marga daga til að vinna upp tapaðan tíma svo að hann geti haldið áætlun og gefið sér tíma til að hugleiða og uppörvast af kærleika og krafti Jesú!

More

We would like to thank Trinity New Life Church for this plan. For more information, please visit: http://www.trinitynewlife.com/