Dæmisögur JesúSýnishorn

The Parables of Jesus

DAY 11 OF 36

ÁVAXTALAUST TRÉ
Í guðspjöllum Matteusar og Markúsar lesum við hliðstæðar sögur um það þegar Jesús formælti ávaxtalausu tré. Lúkas greinir frá svipaðri dæmisögu af manni sem plantaði tré sem bar ekki ávöxt eins og til var ætlast. Þótt þessar þrjár frásagnir séu ekki sama dæmisagan þá fjalla þær allar um tré sem áttu að bera ávöxt en gerðu það ekki.

Í frásögnum Matteusar og Markúsar var tréð laufgað, sem merkir að það virtist vera heilbrigt, en samt bar það engan ávöxt. Í guðspjöllunum birtist oft áskorun og krafa um að við berum ávöxt í lífi okkar. Við eigum ekki bara að forðast það að veslast upp, eða einungis virðast vera heilbrigð á yfirborðinu, heldur á líf okkar að gefa eitthvað af sér.

Við ættum að prófa okkur sjálf til að sjá hvort við berum ávexti umbreytts lífs, þann ávöxt að gera nýja að lærisveinum og þann ávöxt að leita hinna týndu.

About this Plan

The Parables of Jesus

Í þessari lestraráætlun muntu fara í gegnum dæmisögur Jesú og uppgötva hvað þessi mikilvæga kennsla hans þýðir fyrir þig! Lesandinn fær marga daga til að vinna upp tapaðan tíma svo að hann geti haldið áætlun og gefið sér tíma til að hugleiða og uppörvast af kærleika og krafti Jesú!

More

We would like to thank Trinity New Life Church for this plan. For more information, please visit: http://www.trinitynewlife.com/