Dæmisögur JesúSýnishorn

The Parables of Jesus

DAY 13 OF 36

ILLGRESI OG UPPSKERA, AÐ FLOKKA FISK
Báðar þessar dæmisögur sýna okkur að trúrækni, jafnvel ævilöng kirkjusókn, er ekki það sama og endurnýjað hugarfar og samfélag við Jesú. Við ættum að rannsaka hjörtu okkar til að vera fullviss um að við treystum á Krist okkur til hjálpræðis en ekki það "kristilega".

Hefur þú einhvern tíma staðið þig að því að segja: "Ég hef alltaf verið kristinn/kristin," eða "ég hef alltaf sótt kirkju," þegar leitað er eftir vitnisburði þínum? Er þekking þín á ritningunni mikilvægari en samfélag þitt við Krist? Hvílir þú í trausti þess að þú farir eftir öllum reglunum fremur en að þú sækist eftir því að helgast meira? Reynir þú bara að "haldast hólpinn/hólpin" frekar en að gera aðra að lærisveinum og að útbreiða guðsríkið?

Þessar dæmisögur eru ekki afsökun fyrir því að forðast augljósa og blygðunarlausa syndsamlega hegðun í kirkjunni. Leiðtogar kirkjunnar ættu að taka á slíku í lífi safnaðarfólks. Fremur en að verða andlegir rannsóknarlögreglumenn og leggja okkur fram um að finna "illgresið" í söfnuðum okkar og öðrum kirkjum ættum við að skoða hjörtu okkar og gá að því hvort þar er illgresi að finna!

About this Plan

The Parables of Jesus

Í þessari lestraráætlun muntu fara í gegnum dæmisögur Jesú og uppgötva hvað þessi mikilvæga kennsla hans þýðir fyrir þig! Lesandinn fær marga daga til að vinna upp tapaðan tíma svo að hann geti haldið áætlun og gefið sér tíma til að hugleiða og uppörvast af kærleika og krafti Jesú!

More

We would like to thank Trinity New Life Church for this plan. For more information, please visit: http://www.trinitynewlife.com/