Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 30 OF 46

Pandita Ramabai (Indland, 1858-1922)

Fyrir einhverjum árum síðan, varð ég sannfærð um að trú mín væri einungis vitsmunaleg trú - trú sem var ekkert líf í. Hún leitaði að hjálpræði í framtíðinni, eftir dauðann; og þar af leiðandi hafði sál mín ekki "stigið frá dauðanum til lífsins." Guð sýndi mér hversu hættuleg afstaða mín var, og hversu vesæll og týndur syndari ég var, og hversu mikilvægt það var að öðlast frelsun hér og nú, ekki einhvern tímann í framtíðinni. Ég iðraðist lengi; ég varð mjög óróleg og næstum veik og átti margar svefnlausar nætur. Heilagur andi náði svo miklu taki á mér að ég náði ekki að unna mér hvíldar fyrr en ég myndi finna hjálpræði þar og þá. Þess vegna bað ég einlæglega til Guðs um að fyrirgefa mér syndir mínar sakir Jesú Krists og leyfa mér að gera mér grein fyrir því að ég hefði raunverulega þegið hjálpræðið í gegnum hann. Ég trúði á loforð Guðs og treysti orðum Hans, og þegar ég hafði gert þetta, þá hvarf byrði mín, og ég gerði mér grein fyrir að mér hafði verið fyrirgefið og ég frelsuð frá valdi syndarinnar.

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056