Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 34 OF 46

Fasta

Margir kristnir hafa vanið sig á að fasta á eitthvað sem veitir þeim ánægju yfirpáskaföstuna. Þegar við ákveðum hvað við ætlum að fasta á, þá veljum við oft eitthvað sem okkur virðist hindra vöxt í sambandi okkar við Jesú Krist. En hin elsta mynd föstunnar - að halda sér frá mat eða að fylgja eftir ströngu mataræði - miðuðu ekki að því að fjarlægja synduga ánægju úr lífinu.

Kannski, með því að týna niður list föstunnar, þá höfum við tapað skilningnum á því sem við getum öðlast með því að gefa sjálfviljug eitthvað sem við álítum nauðsyn. Biblían og kristnisagan geyma fjölmörg dæmi um fólk sem hefur fastað um tíma, skynsamlega og sér til heilsubótar. Það er rétt, að neita sér um næringu fer ekki vel saman við kröfuna um skyndilega uppfyllingu eftirvæntinga okkar, sem er svo rík í okkar menningu. En getur það verið að Guð vilji opinbera okkur eitthvað í sjálfsafneitun okkar um stundarsakir?

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056