Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 35 OF 46

Didache (Kennsla postulanna tólf, u.þ.b. A.D. 90)

En látið ekki föstur ykkar vera með hræsnurum; því að þeir fasta á öðrum og fimmta degi vikunnar, en takið ykkar föstu á fjórða deginum og undirbúningsdeginum (föstudag). Þið skuluð heldur ekki biðja eins og hræsnararnir; en eins og Drottinn skipaði í guðspjallinu, þannig skuluð þið biðja: Faðir vor þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn. Til komi þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu, sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt (þarft) brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá hinum illa (eða, illu); því að þinn er mátturinn og dýrðin að eilífu. Þrisvar á dag skuluð þið biðja svona.

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056