Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 29 OF 46

Lykt syndarinnar (Timothy G. Walton)

Einn af bandarísku prédikurum fyrri tíma, ferðaðist milli bæja að predika fagnaðarerindið. Það var talað um það að þegar hann nálgaðist útjaðra bæja, þá stoppaði hann og sagði, ég finn lyktina af helvíti! Ef við værum næm fyrir því, myndi okkur finnast heimurinn lykta eins og helvíti? Það er algjörlega framandi hugsun í dag. En þessi undarlega lykt gegnsýrir þó þennan heim sem við lifum í vegna afleiðinganna af synd Adams og Evu.

Hvað finnst þér um synd? Fólk er með alls konar hugmyndaríkar leiðir til að eiga við synd. Það neitar henni. Gerir lítið úr henni. Fólk býr til afsakanir fyrir hana. Kennir öðrum um hana. Duke, skáldsagnapersónua í bókinni The Thirteen Clocks eftir James Thurber, viðurkennir að,,Við eigum öll okkar litla veikleika, það vill bara svo til að minn veikleiki er að ég er vondur."

Af hverju er synd syndsamleg? Hver segir að synd sé synd? Bara það að kalla synd því nafni gefur í skyn að það sé til viðmið. Ef að lögreglan stöðvar þig fyrir of hraðann akstur þá gefur það til kynna að það hafi verið til staðar umferðarskilti sem sýndi leyfilegan hámarkshraða sem þú fórst yfir. Siðferðislegt viðmið alls mannkyns kemur beint frá heilögum persónuleika Guðs.

Þessi heimur sem lyktar af synd, lyktar líka af dauða. Biblían segir að laun syndarinnar séu dauði. Synd leiðir til dauða. Það var dauði í Garðinum. Adam og Eva duttu auðvitað ekki dauð niður á mínútunni sem þau átu af hinum forboðna ávexti, en tvennt gerðist samstundis: Sæði líkamlegs dauða var sáð í þeim. Tveir fullkomnir einstaklingar, skapaðir til að vera ung að eilífu byrjuðu að eldast og að lokum myndu þau deyja. Þau dóu einnig andlega. Þeirra innilega og vinalega samband við Drottinn dó. Í næstu atburðarásinni í 3. kafla fyrstu Mósebókar sjást Adam og Eva fela sig frá Guði í runnunum. Þó að þau gerðu sér ekki grein fyrir því þá, þá var eina von þeirra að Guð myndi gera eitthvað hetjulegt til að bjarga þeim og koma þeim aftur í heilbrigt samband við sig sjálfan. Þegar Guð fórnaði tveimur dýrum og lýsti yfir komu Jesú Krists, Frelsarans (1. Mós. 3:15), þá gerði hann einmitt þetta.

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056