Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Hvað er páskafasta?
Hjá sumum kristnum hefur páskafastan alltaf verið hluti af andlegu lífi þeirra, en öðrum er hún framandi. Páskafastan er tímabilið í aðdraganda páskanna, tímabil sem að kristnir hafa í aldanna rás notað til að undirbúa hjörtu sín fyrir páskana með íhugun, iðrun og bæn. Páskafastan byrjar á öskudeginum og varir í fjörutíu daga (að sunnudögum frátöldum), og er hápunktinum náð á föstudeginum langa og laugardeginum helga. Þar sem við höldum vikulega upp á upprisu Jesú á sunnudögum, þá eru sunnudagarnir sex yfir föstutímabilið ekki taldir með sem hluti af þessu fjörutíu daga tímabili, þegar sjónum er beint inn á við í sjálfskoðun og iðrun. Margir kristnir kjósa að fasta yfir tímabilið en áherslan ætti ekki að liggja jafn þungt á að neita sér um eitthvað og á því að helga sig Guði og tilgangi hans í heiminum.
Páskafastan er mikilvægt tímabil í kirkjuárinu. Kirkjuárið er frábær leið til að hjálpa okkur að beina athygli okkar að Guði með tilstilli tímaskipulags. Á meðan venjulega almanaksárið með sína kunnuglegu uppbyggingu, er skipulagt út frá takti náttúrunnar, þá er kirkjuárið skipulagt í kringum Guð og verk hans í heiminum. Kirkjuárið snýst um sex mislöng tímabil: aðventuna, jólin, birtingarhátíð Drottins (þrettándinn), páskaföstuna, páskana og hvítasunnuna. Sérhvert þessara tímabila hefur sínar eigin áherslur: Á aðventunni leggjum við áherslu á væntinguna um komu Guðs í heiminn, bæði í holdgun Krists og endurkomu hans. Á jólunum leggjum við áherslu á fæðingu Krists. Á birtingarhátíð Drottins leggjum við áherslu á ljós nærveru Guðs sem skín í heiminum. Á páskaföstunni leggjum við áherslu á synd mannsins og hjálpræði Guðs sem hann gefur í náð. Á páskunum leggjum við áherslu á upprisu lífsins. Á hvítasunnunni leggjum við áherslu á áframhaldandi starf Heilags anda í heiminum. Hinn árlegi taktur þessara tímabila getur haft mögnuð áhrif á andlegan vöxt okkar, bæði sem einstaklingar og sem hluti af samfélagi.
Hjá sumum kristnum hefur páskafastan alltaf verið hluti af andlegu lífi þeirra, en öðrum er hún framandi. Páskafastan er tímabilið í aðdraganda páskanna, tímabil sem að kristnir hafa í aldanna rás notað til að undirbúa hjörtu sín fyrir páskana með íhugun, iðrun og bæn. Páskafastan byrjar á öskudeginum og varir í fjörutíu daga (að sunnudögum frátöldum), og er hápunktinum náð á föstudeginum langa og laugardeginum helga. Þar sem við höldum vikulega upp á upprisu Jesú á sunnudögum, þá eru sunnudagarnir sex yfir föstutímabilið ekki taldir með sem hluti af þessu fjörutíu daga tímabili, þegar sjónum er beint inn á við í sjálfskoðun og iðrun. Margir kristnir kjósa að fasta yfir tímabilið en áherslan ætti ekki að liggja jafn þungt á að neita sér um eitthvað og á því að helga sig Guði og tilgangi hans í heiminum.
Páskafastan er mikilvægt tímabil í kirkjuárinu. Kirkjuárið er frábær leið til að hjálpa okkur að beina athygli okkar að Guði með tilstilli tímaskipulags. Á meðan venjulega almanaksárið með sína kunnuglegu uppbyggingu, er skipulagt út frá takti náttúrunnar, þá er kirkjuárið skipulagt í kringum Guð og verk hans í heiminum. Kirkjuárið snýst um sex mislöng tímabil: aðventuna, jólin, birtingarhátíð Drottins (þrettándinn), páskaföstuna, páskana og hvítasunnuna. Sérhvert þessara tímabila hefur sínar eigin áherslur: Á aðventunni leggjum við áherslu á væntinguna um komu Guðs í heiminn, bæði í holdgun Krists og endurkomu hans. Á jólunum leggjum við áherslu á fæðingu Krists. Á birtingarhátíð Drottins leggjum við áherslu á ljós nærveru Guðs sem skín í heiminum. Á páskaföstunni leggjum við áherslu á synd mannsins og hjálpræði Guðs sem hann gefur í náð. Á páskunum leggjum við áherslu á upprisu lífsins. Á hvítasunnunni leggjum við áherslu á áframhaldandi starf Heilags anda í heiminum. Hinn árlegi taktur þessara tímabila getur haft mögnuð áhrif á andlegan vöxt okkar, bæði sem einstaklingar og sem hluti af samfélagi.
Ritningin
About this Plan

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.
More
Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056