Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 15 OF 46

John Cassian (Egyptaland, 365-435)

Þetta er eitthvað sem okkur hefur verið afhent af nokkrum úr hópi elstu kirkjufeðranna og og þetta er eitthvað sem við gefum áfram til aðeins örfárra sála sem þrá að þekkja þetta:

Til að vera alltaf með hugann við Guð, þá verðum við að ríghalda fast í eftirfarandi formúlu fyrir guðrækni: "Guð, lát þér þóknast að frelsa mig, Drottinn, skunda mér til hjálpar" [Sálmur 70:2].

Það er ekki án góðrar ástæðu að þetta vers hefur verið valið úr allri Ritningunni sem einkunnarorð. Það hefur að geyma allar tilfinningarnar sem eðli mannsins er fært að finna. Það er hægt að aðlaga sérhverjum kringumstæðum og hægt er að nýta á gagnlegan hátt gegn sérhverri freistingu. Það ber með sér hróp eftir hjálp til Guðs andspænis sérhverri hættu. Þetta tjáir auðmýktina í einlægri játningu. Það gefur til kynna árveknina sem verður til úr óendanlegum áhyggjum og ótta. Það lýsir ákveðinni tilfinningu fyrir breyskleika okkar, fullvissunni um að fá áheyrn, sjálfsörygginu gagnvart hjálp sem er alltaf og alls staðar til staðar. Það er rödd fyllt af einlægum kærleika og góðsemi. Það er örvæntingarhróp einhvers sem sér gildrur óvinarins, hróp einhvers sem setið er um dag og nótt og fullyrðir að hann geti ekki sloppið nema verndari hans komi honum til bjargar.

Þetta stutta vers er óbrotinn veggur fyrir alla þá sem berjast gegn harðri árás illra anda. Það er órjúfanleg brynja og öflugasti skjöldurinn. Hver sem andstyggðin, angistin, eða drunginn í hugsunum okkar kann að vera, þá bjargar þetta vers okkur frá því að verða örvæntingarfull gagnvart frelsun okkar þar sem það sýnir okkur hinn Eina sem við köllum á, hinn Eina sem sér baráttu okkar og er aldrei langt frá þeim sem biðja til Hans. Ef hlutir ganga vel í anda okkar, ef það er gleði í hjarta okkar, þá er þetta vers aðvörun fyrir okkur að fyllast ekki stolti, að verða ekki of góð með okkur þó að við séum á góðun stað, því eins og oft kemur í ljós, þá er sú staða ekki varanleg án Guðs verndar fyrir þau sem að þetta vers biður stanslaust fyrir. Þetta litla vers, segi ég, reynist vera nauðsynlegt og gagnlegt fyrir sérhvert okkar í öllum kringumstæðum. Fyrir einhvern sem þarfnast aðstoðar í öllum hlutum, þá er ljóst að sá hinn sami þarfnast aðstoðar Guðs, ekki bara í erfiðum og sorglegum aðstæðum, heldur jafnframt á gæfu og gleði stundum. Sá einstaklingur veit að Guð bjargar okkur frá mótlæti og gefur okkur varanlega gleði og að í hvorugum þessara kringumstæðna getur mannlegur breyskleiki komist áfram án Hans hjálpar.

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056