Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 16 OF 46

Styddu þig við mig (Karen Sloan)

"Hallaðu þér að mér." Guð býður okkur þetta sérhvert augnablik lífs okkar. Við getum valið að svara því, "Gerðu það, Guð, bjargaðu mér! Kom skjótt, Drottinn, og hjálpa mér." En fyrir mig, þá er fókusinn minn oft fastur við mig sjálfan. Ég gleymi mér annað hvort í öllu því sem ég get áorkað eða öllu því sem ég á eftir að gera. Ég trúi því að kringumstæður séu annað hvort afleiðing minnar eigin getu eða vegna minna eigin takmarkana. Þegar lífið snýst algjörlega um mig, þá er ég blindur á þann raunveruleika að ég er algjörlega háð(ur) Skapara mínum. Hávaði hrokans og kvíðans deyfir kallið að hvíla í faðmi Guðs.

Við erum hönnuð af Guði til að vera háð. Þetta er tvíþætt ósjálfstæði - í fyrsta lagi erum við háð Guði, og í öðru lagi erum við óbeint háð Guði í gegnum fólkið sem Guð leiðir inn í líf okkar. Tilvera okkar á að vera full af tengingum, ekki einangrun.

Þegar Jesú lifði lífi sínu hér á jörðu, bæði sem Guð og manneskja, þá lifði hann lífi sem einkenndist af stöðugri þörf á fyrir umhyggju Föður síns; samt sem áður reiddi hann sig líka á umhyggju Guðs í gegnum annað fólk. Guð sá til þess að Jesús naut umhyggju Maríu. María bar Jesú fyrst í líkama sínum og síðan í örmum sínum. Næringin sem María bjó honum var fyrsta næringin sem hann fékk. Hún undirbjó daglegt brauð og ól hann upp af öllu hjarta - þannig uppfyllti hún eina dýpstu þörf mannssálarinnar.

Á fullorðinsárunum, þá reiddi Jesú sig á stórt samfélag til þess að fullna það starf sem honum var ætlað að vinna. Ungur strákur útvegaði fimm brauð og tvo fiska sem fæddu fimm þúsund manns. Jesús bað konu um vatn við brunninn - og reiddi sig á orð hennar til að boða fagnaðarerindið í öllum samverska bænum þar sem hún bjó, þannig að margir tóku trú á hann. Yfirbugaður af sorg í Getsemane garðinum, þá leitaði Jesús að huggun hjá Pétri, Jakob og Jóhannesi, jafnvel þegar þeir sofnuðu þegar Drottinn þarfnaðist þeirra hvað mest. Þegar Jesús dó á krossinum, þá var María þar með öðrum konum og Jóhannesi, ef til vill tilbúin að halda á líkama hans í hinsta sinn. Jesús kallaði á lærisvein sinn til að gera honum einn lokagreiða - að sjá um móður sína (Jóh. 19:26-27). Jafnvel gröfin sem hann var lagður í var gjöf frá einum fylgjenda hans (Matt. 27:59-60).

Þó dvaldi Jesús ekki í gröf sinni meira en þrjá daga. Af því að hinn Eini sem hann reiddi sig á umfram alla aðra, reisti hann upp frá dauða til lífs.

Það er frelsi í því að reiða sig á aðra. Það gerir okkur kleift að viðurkenna að við erum berskjölduð. Við þurfum ekki lengur að fela okkur í skömm eða sjálfsöryggi. Ég og þú getum valið að styðja okkur við Föðurinn mitt í glötuðum sem og gleðilegum viðburðum, með þá bæn í hjarta að, "Guð lát þér þóknast að frelsa mig, Drottinn, skunda mér til hjálpar" (Sálm. 70:2).

Við styðjum okkur við Drottin, við reiðum okkur á þau sem standa okkur næst, og við styðjum okkur við hina heilögu sem hafa gengið á undan okkur í trúnni. Fyrir sextán hundruð árum, þá birti kristinn leiðtogi í Evrópu að nafni John Cassian frásögn af samræðum sínum við munka sem bjuggu í eyðimörk í Miðausturlöndum. Einn af eldri munkunum, Ísak, deildi þessari bæn úr Sálmi 70 með John, sem var ungur að árum, þegar hann heimsótti klaustrið. Bók John - og bæn Ísaks - voru svo áhrifamikil að enn í dag byrja margir kristnir einstaklingar um allan heim bænatíma sinn á ritningarversinu sem Ísak mælti með við John Cassian. Og þá daga sem að ég er nógu hljóður til að heyrra kallið, Hallaðu þér að mér, þá sameinast ég líka þessari bænahefði, þökk sé John Cassian, Ísak, og samferðamunkum hans.

Ritningin

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056