Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Bæn frá Dietrich Bonhoeffer (Þýskaland, 1906-1945)
Ó Guð, árla morguns hrópa ég til þín. Hjálpa mér að biðja; og að beina hugsunum mínum til þín; ég get ekki gert þetta ein(n).
Í mér er myrkur, en hjá þér er ljós; ég er einmana, en þú yfirgefur mig ekki; ég er veikburða í hjarta mínu, en hjá þér er hjálp að fá; ég er órólegur, en hjá þér er friður. Það er biturleiki í mér, en hjá þér er þolinmæði; ég skil ekki vegu þína, en þú þekkir bestu leiðina fyrir mig. . . .
Endurreistu mig til frelsis, og gerðu mér kleift að lifa núna þannig að ég megi svara frammi fyrir þér og mönnum. Drottinn, hvað sem dagurinn hefur fram að færa, megi nafn þitt vera lofað.
Amen.
Ó Guð, árla morguns hrópa ég til þín. Hjálpa mér að biðja; og að beina hugsunum mínum til þín; ég get ekki gert þetta ein(n).
Í mér er myrkur, en hjá þér er ljós; ég er einmana, en þú yfirgefur mig ekki; ég er veikburða í hjarta mínu, en hjá þér er hjálp að fá; ég er órólegur, en hjá þér er friður. Það er biturleiki í mér, en hjá þér er þolinmæði; ég skil ekki vegu þína, en þú þekkir bestu leiðina fyrir mig. . . .
Endurreistu mig til frelsis, og gerðu mér kleift að lifa núna þannig að ég megi svara frammi fyrir þér og mönnum. Drottinn, hvað sem dagurinn hefur fram að færa, megi nafn þitt vera lofað.
Amen.
Ritningin
About this Plan

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.
More
Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056