Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 13 OF 46

Að reiða sig á aðra

Það er ekkert leyndarmál að menningin okkar metur sjálfstæði mikils. Hinn þekkti Einfari (Lone Ranger) er hetja í Bandaríkjunum. En það líður ekki langur tími þar til Einfarinn dvelur í eymdargryfju. Jafnvel sú menning sem er djúpt sokkin í ég-get-gert-þetta-sjálf(ur) viðhorf, gerði sér fljótlega grein fyrir því að hin mikla einangrun Seung-Hui Cho (fjöldamorðingi í Virginiu Tech árið 2007) væri líklega ástæða þess að mikil óhamingja hans fór fram hjá fólki og leiddi að lokum til þessa sorgaratburðar.

Frá upphafi trúarsögu okkar, þá er einmanaleiki Adams sorg sem að allt mannkyn getur tengt við. Bæði það að Guð skapaði Evu til samfélags við manninn og að Guð hélt áfram að taka þátt í mannkynssögunni í gegnum persónuleg sambönd sýna okkur að við vorum sköpuð til að eiga í samfélagi við aðra.

Þó að samband krefjist þess ekki að maður fórni sjálfstæðinu, þá býður það upp á gjöfina að koma til móts við ófullkomleika okkar. Á þessum stundum veikleika, þá uppgötvum við styrk þess að reiða sig á aðra.

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056