Dæmisögur JesúSýnishorn

The Parables of Jesus

DAY 34 OF 36

VONDIR VÍNYRKJAR
Þessi dæmisaga, eins og svo margar aðrar, er um hvernig við bregðumst við. Munum við bregðast við þeim kröfum sem Guð getur gert til lífs okkar? Eða höfnum við sendiboðum hans og veljum heldur okkar vilja, okkar ákvarðanir? Lifum við árangursríku lífi og bregðumst við þeim forréttindum að fá að þjóna honum með því að "bera ávexti" fyrir hann? Dæmisagan minnir okkur á þau forréttindi að eiga sáttmálabundið samfélag við Guð en þeim forréttindum fylgja líka ábyrgð.

Það er líka mikilvægt að spyrja hvernig við bregðumst við boðberum Guðs í lífi okkar. Þótt Guð geti talað til okkar fyrir munn engla, í draumum eða sýnum þá hefur sagan sýnt að oftast talar hann í gegnum fólk. Lýður Guðs hafnaði stöðugt spámönnunum og vildi heldur sinn eigin skilning og langanir. Af sömu ástæðum getum við líka sýnt tilhneigingu til að hafna því fólki í kringum okkur sem talar sannleika Guðs inn í líf okkar. Vinir, fjölskylda, safnaðarsystkini og forystumenn kirkjunnar eru ekki kölluð til að leggja blessun sína yfir og hvetja okkur til að hegða okkur eins og okkur dettur í hug. Nei, ef þau sannarlega elska Jesú og elska okkur þá munu þau leiðrétta okkur og leiðbeina svo við getum orðið líkari Kristi.

Hvernig bregst þú þá við þegar Guð reynir að hvetja þig eða leiðrétta þig fyrir tilstilli annarra, gegnum Heilagan anda eða í gegnum orð hans? Tekur þú við því í auðmýkt og gaumgæfir vandlega orð þeirra? Eða sýnir þú þrjósku og gefur þig ekki, ert ósveigjanleg eða ósveigjanlegur eins og grjóthnullungur?

About this Plan

The Parables of Jesus

Í þessari lestraráætlun muntu fara í gegnum dæmisögur Jesú og uppgötva hvað þessi mikilvæga kennsla hans þýðir fyrir þig! Lesandinn fær marga daga til að vinna upp tapaðan tíma svo að hann geti haldið áætlun og gefið sér tíma til að hugleiða og uppörvast af kærleika og krafti Jesú!

More

We would like to thank Trinity New Life Church for this plan. For more information, please visit: http://www.trinitynewlife.com/