Dæmisögur JesúSýnishorn

TALENTURNAR
Spurningin snýst ekki um hve mikið þú átt heldur um hvað þú gerir við það sem þú átt! Í þessari dæmisögu bera þjónarnir ekki ábyrgð á því hvað þeim eru fengnar margar talentur en þeir eru ábyrgir fyrir því hvað þeir gera við talenturnar.
Hvaða talentur, gjafir, áhugamál, opnar dyr o. s. frv. hefur Guð gefið þér? Hvað gerir þú við þær? Bíður þú eftir því að fleiri dyr opnist, eftir meiri peningum, fleira fólki eða meira hrópandi þörf áður en þú gerir eitthvað? Óttast þú hvað gæti gerst ef þú klúðrar málunum og útkoman verður ekki fullkomin?
Guð er góður faðir. Hann verður ekki reiður þegar börnin hans stíga þau trúarskref að nota gjafirnar og talenturnar sem hann hefur gefið þeim til notkunar í Guðsríkinu. Hann bregst hins vegar við þegar við hikum, annað hvort af ótta eða vegna löngunar okkar í meira og endum á að gera ekkert! Láttu ekki talenturnar sem Guð hefur gefið þér vera ávöxtunarlausar í dag - taktu þér tak og notaðu þær fyrir Guðsríkið!
Spurningin snýst ekki um hve mikið þú átt heldur um hvað þú gerir við það sem þú átt! Í þessari dæmisögu bera þjónarnir ekki ábyrgð á því hvað þeim eru fengnar margar talentur en þeir eru ábyrgir fyrir því hvað þeir gera við talenturnar.
Hvaða talentur, gjafir, áhugamál, opnar dyr o. s. frv. hefur Guð gefið þér? Hvað gerir þú við þær? Bíður þú eftir því að fleiri dyr opnist, eftir meiri peningum, fleira fólki eða meira hrópandi þörf áður en þú gerir eitthvað? Óttast þú hvað gæti gerst ef þú klúðrar málunum og útkoman verður ekki fullkomin?
Guð er góður faðir. Hann verður ekki reiður þegar börnin hans stíga þau trúarskref að nota gjafirnar og talenturnar sem hann hefur gefið þeim til notkunar í Guðsríkinu. Hann bregst hins vegar við þegar við hikum, annað hvort af ótta eða vegna löngunar okkar í meira og endum á að gera ekkert! Láttu ekki talenturnar sem Guð hefur gefið þér vera ávöxtunarlausar í dag - taktu þér tak og notaðu þær fyrir Guðsríkið!
Ritningin
About this Plan

Í þessari lestraráætlun muntu fara í gegnum dæmisögur Jesú og uppgötva hvað þessi mikilvæga kennsla hans þýðir fyrir þig! Lesandinn fær marga daga til að vinna upp tapaðan tíma svo að hann geti haldið áætlun og gefið sér tíma til að hugleiða og uppörvast af kærleika og krafti Jesú!
More
We would like to thank Trinity New Life Church for this plan. For more information, please visit: http://www.trinitynewlife.com/