Antívírus: Hvernig á að takast á við þessa daga án óttaSýnishorn

Hugrekki er getan að gera eitthvað sem að hræðir mann. Frá upphafi sköpunar, þá höfum við lesið sögur um menn og konur sem voru hrædd. En, síðan blés Guði þeim trú í brjóst með hugrekki þegar þau hrópuðu til Hans.
Þegar þú sérð fólk kaupa mikið magn af handspritti, sápu og klósettpappír, spurðu þig að því, hver er drifkrafturinn að baki? Óhófleg hömstrun er tengd ótta. Þessi andi elur af sér skelfingu, einangrun, kvíða og móðursýki. Hvað gæti viðbragð okkar sem fylgjendur Jesú þá verið á þessum óvissutímum?
Við skulum vera hrærð af dýpri samúð með hugrekki. Áskorunin er að gefa ekki eftir freistingunni að draga sig til baka eða einangra sig. Í stað þess, umvefðu þig kærleika og láttu kærleikann leiða þig í gegnum þessa daga. Kærleikurinn getur sigrast á ótta!
Hvernig geturðu brugðist við?
- Taktu frá tíma til að biðja bæði fyrir bústað þínum og heiminum.
- Íhugaðu að kaupa auka nauðsynja vörur og gefa þær til þeirra sem hafa ekki efni á þeim.
- Talaðu út líf til fjölskyldu þinnar og samfélags.
- Haltu áfram að vera þakklát(ur).
Ef við stöndum saman og höldum áfram að vera kærleiksrík, góðviljuð og gjafmild, þá mun óttinn missa fótfestu sína. Bæn mín fyrir þig er að þú munir taka hugrekkinu opnum örmum sem þarf til að vera hlý(r) og náðarfull(ur9, að þú munir treysta Guði sem gefur okkur von. Í Jeremía 30:22, þá lýsir Drottinn því yfir að Hann muni vera Guð okkar, og að við verðum fólk Hans.
About this Plan

Það er mögulegt að lifa án ótta mitt á meðal skrumsins og óvissunnar. Í þessari lestraráætlun, þá afhjúpar Mandi Hart ótta sem að geta verið hindrun í lífinu þínu og býður þér síðan að taka opnum örmum á móti heilbrigðu sjónarhorni á þessum krefjandi tímum.
More