Antívírus: Hvernig á að takast á við þessa daga án óttaSýnishorn

Þegar ég lenti í því að vera mitt í vopnuðu ráni með dóttur mína liggjandi mér við hlið, þá gerði óttinn allsherjar árás á líf mitt. Ótti getur skotið upp kollinum skyndilega eða vaxið hægt og rólega í lífi manns. Með Coronaveirunni, þá dreifðist óttinn hratt um heiminn. Þú kannt að upplifa þig einmana eða kvíðafullan, en vertu hughraustur, þú þarft ekki að óttast slæmar fréttir vegna þess að traust þitt er á Drottni.
Það eru nokkrir hlutir sem þú getur gert í lífi þínu sem að geta skipt sköpum. Þegar ég les Sálm 91, þá ímynda ég mér oft að ég sé undir þessum gríðarstóru vængjum. Á þeim stað, þá er ég öruggur, og þar er Guð að sjá fyrir mér. Hann býður mér visku, dómgreind, hvíld og vernd. Hvernig getur þú dvalið í Drottni í dag og beitt skilningnum sem Hann veitir?
Einn af uppáhalds ritningarstöðum mínum í allri Ritningunni er í 2. Tímóteusarbréfi 1:7.
Hér er síðasti hluti versins sem minnir okkur á að Guð hefur gefið okkur skynsamlegan huga. Í sumum þýðingum segir að Hann hefur gefið okkur anda sjálfsaga. Á grísku, þá er umritunin ‘sōphronismou’. Merking þessa orðs tjáir hugsanir sjálfsstjórnar, sjálfsaga, skynsamlegrar dómgreinar og hagsýni. Það leiðir okkur að myndinni að vera með öruggan huga og að bregðast á viðeigandi hátt við vilja Guðs með því að nota það sem að Hann kallar trausta rökhugsun eða skynsamlega hugsun. Þetta fjallar um að hugsa heilrænar, skýrar hugsanir og taka viturlegar ákvarðanir.
Þú getur valið að gefa ekki eftir ótta pranginu, lesa fréttir frá trúverðugum heimildum, og þú getur beðið.
Þegar þú lest ritningarstaðina í lestraráætlun dagsins, spurðu þig eftirfarandi spurninga: Hvað segir þetta mér um Guð, og hvernig get ég beitt þessu í mínu lífi? Hvað er Hann að segja mér?
About this Plan

Það er mögulegt að lifa án ótta mitt á meðal skrumsins og óvissunnar. Í þessari lestraráætlun, þá afhjúpar Mandi Hart ótta sem að geta verið hindrun í lífinu þínu og býður þér síðan að taka opnum örmum á móti heilbrigðu sjónarhorni á þessum krefjandi tímum.
More