Antívírus: Hvernig á að takast á við þessa daga án óttaSýnishorn

Um allan heim þá er fólk eins og ég og þú, ringlað vegna óvissu, ótta og fyrur suma skelfingu. Meir en nokkru sinni áður, þá þarf þessi óttafullu heimur á óttalausum Guði að halda. Ég bý í Suður Afríku og í landinu okkar er há tíðni af glæpum, ein hæsta tíðni HIV/alnæmis í heiminum og ótti er með lausa tauma hér.
Stærsta barátta mannkynsins er ekki gegn Coronaveirunni; þess í stað, þá er það óttinn sem að hún býr til þegar við hlustum á ógnvekjandi sögur. Ótti er viðbragð við aðstæðum sem við erum í eða gætum verið í. Ótti skapar viðbragð í tilfinningum okkar og líkama þar sem að við verðum kvíðafull og jafnvel veik. Með öðrum orðum, þá getur ótti gert óskunda í lífi okkar.
Í Jeremía 30:5, þá segir Drottinn við hann, “Vér heyrum angistaróp til marks um ótta en ekki frið.” COVID-19 hefur ekki komið Drottni að óvörum. Jafnvel þegar við erum hissa, þá höfum við um val að velja. Við getum snúið til Drottins og metið viðbragð okkar út frá handleiðslu Heilags Anda og Biblíunnar, eða við getum brugðist við í skeflingu og ótta.
Hvað er það við COVID-19 sem lætur þig upplifa ótta? Ótti um smit, ótti við veikindi, ótti við höfnun eða ótta við missi? Það gæti verið meir. Færðu Drottni þessa ótta í bæn og veldu að leggja þá við fætur Hans. Ekki þykjast, þess í stað skaltu færa óttann í ljós Hans og leyfa Honum að veita þér huggun og visku.
About this Plan

Það er mögulegt að lifa án ótta mitt á meðal skrumsins og óvissunnar. Í þessari lestraráætlun, þá afhjúpar Mandi Hart ótta sem að geta verið hindrun í lífinu þínu og býður þér síðan að taka opnum örmum á móti heilbrigðu sjónarhorni á þessum krefjandi tímum.
More