Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 44 OF 46

Laugardagur (Steve Thomason)

Laugardagur hlýtur að hafa verið langur og myrkur dagur. Þeir voru ekki bara að fela sig af ótta um eigið líf, heldur voru þeir einnig í djúpri sorg sem var enn verra. Jesús var farinn. Lærisveinar hans höfðu horft á hermennina leiða hann til aftöku daginn áður. Núna var laugardagur, meistari þeirra var dáinn og sorgin risti djúpt og skildi þá eftir algjörlega innantóma.

Þetta var ekki það sem þeir höfðu ætlað að koma sér í, Jesús átti að vera Messías. Hann átti að leiða þau til sigurs yfir kúgurum þeirra. Hann átti að gera Ísrael að sterkri þjóð aftur og leyfa þeim að baða sig í gleði réttlætisins. Sársauki, hryggð og sorg áttu aldrei að vera hluti af þessu.

Kannski hefur þér liðið eins og lærisveinunum þennan myrka laugardag. Ég veit að mér hefur liðið svona. Á einu fimmtán mánaða tímabili í lífi mínu upplifði ég dauða vinar, tvær ömmur mína kvöddu þetta líf, sem og tengdafaðir minn, kirkjan sem við höfðum stofnað lagði upp laupana, og þar að auki stóðu mágkona mín og frænka andspænis dauðanum. Bamm! Þarna var ég. Það leit út fyrir að allt væri að deyja í kringum mig. Ég hafði ekki samið um þetta. Ég hélt að það að fylgja Jesú þýddi sigra og frið. En ég fann bara fyrir sársauka og örvæntingu. Reyndar hafði ég tapað getunni til að finna til. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að ég hefði höndlað þetta með jafnvægi og af virðingu, kinkandi kollinum hljóðlega og brosað, vitnandi í kröftuga frasa um almætti Guðs. Ég gerði það ekki. Ég flakkaði milli daufrar afneitunar og pirrandi efa. Ég hugsaði að kannski væri ég ekki nógu góður. Kannski var Guð að refsa mér fyrir eitthvað. Kannski hafði þetta allt verið gabb í öll þessi ár og heimurinn var í raun kaldur og tómur staður.

Ég hugsa að lærisveinarnir hafa sennilega upplifað svipaðar tilfinningar á þessum dimma laugardegi. Það virtist sem öll von væri úti. Okkur líður svona af því að við höfum gleymt mikilvægum sannleika. Leiðin með Jesú er leið sársauka, hryggðar og sorgar. Jesús leið mikið í lífi sínu - jafnvel áður en hann var handtekinn og tekinn af lífi. Sem barn vissi hann hvað það þýddi að vera í felum í Egyptalandi af ótta um líf sitt. Hann þekkti það að missa stjúpföður sinn, Jósef. Hann grét vegna dauða vinar síns, Lasarusar. Hann var hryggur vegna blindu Ísraelsmanna. Hann kvaldist það mikið að sviti hans breyttist í blóð í Getsemane garðinum. Hann hrópaði orð forföður síns, Davíðs, er hann hékk á krossinum, ,,Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?"

En Jesús sagði okkur að þetta myndi verða svona. Í frásögn Jóhannesar varðandi síðustu kennslustundir frelsarans, þá sagði Jesús að Guð myndi klippa til greinarnar á vínviðnum (Jóh. 15:1-17). Það er sárt að vera klipptur til. Að hafa stóra hluta af lífi þínu skorna í burt er ekki ánægjuleg upplifun. Það er engin gleði í tilfinningunni þegar klippur skera í holdið þitt. Þrátt fyrir það, þá veit hinn mikli Garðyrkjumaður að það er ekkert líf nema hann snyrti greinarnar.

Þannig er leið Jesú - leið kærleika og náðar Guðs. Guð hreinsar okkur með sársauka. Lærisveinarnir lærðu þetta og fóru að skrifa kirkjunni um þetta. Jakob sagði okkur að álíta það fagnaðarefni er við rötum í ýmiss konar raunir, af því að þær munu að lokum gera okkur fullkomin og sterk. Pétur sagði okkur að þjáning hreinsi hjarta okkar líkt og eldur hreinsar gull. Síðan var það Páll sem lýsti sársaukafulla ferlinu þegar hann tókst á við ofsóknir og byrjaði að brjóta niður veggi fordæminar, og þegar hann hafði náð hápunkti alls þessa ferlis þá lýsti hann því með einu orði - von.

Laugardagurinn var loksins liðinn. Á sunnudeginum stóðu lærisveinarnir andspænis raunveruleika sem risti dýpra en sorgin. Þeir kynntust voninni. Jesús baust í gegnum sársauka og sorg og reis upp lifandi á ný eftir allt saman. Laugardagar munu koma. Þú getur verið viss um það. Þeir munu koma og þeir verða sársaukafullir. Þeir geta varað í einn dag; þeir geta staðið yfir í tuttugu mánuði. Þegar þeir koma, mundu þá þetta - án laugardagsins þá kemur sunnudagurinn aldrei. Kærleikur Jesú er von okkar fyrir daginn í dag, og fyrir eilífðina. Við munum syrgja, en við getum syrgt með von í hjarta.

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056