Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 41 OF 46

Von

Von virðist undarlegur rúmfélagi þegar hún er sameinuð við hluti eins og trú, kærleika og aðrar góðar dyggðir. Von er vænting, löngun eftir uppfyllingu, en hún virðist aðeins gera okkur kvíðin í núinu. Við vonumst eftir því að draumar okkar rætist, en veltum þó fyrir okkur hvað verður eftir til að vona þegar þeir rætast. Það virðist næstum illgjarnt að segja við vini að þú elskar þá, hefur trú á þeim, og vonar á þá, eins og þeir séu ekki nú þegar bestu vinir sem þú myndir vilja að þeir væru.

Samt sem áður fullvissir Guð okkur um að við ættum trúfastlega að setja von okkar á hann. Þó að það megi virðast uppskrift að vonbrigðum, eins og jarðneskar vonir okkar eru nær ávallt, þá er flokkun þessarar dyggðar með svo gjöfugum markmiðum sem trú og kærleiki eru, góð áminning fyrir okkur um að loforð Guðs eru sannarlega verðug okkar dýpstu vona.

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056