Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 36 OF 46

Tilgangsrík fasta (Clyde Taber)

Orðið fasta kann að hljóma undarlega í eyrum okkar. Við fáum hroll, hikum og vísum því á bug. Við stígum varlega fram hjá því eins og trúarleiðtogarnir gengu fram hjá manninum sem hafði þolað barsmíðar í dæmisögu Jesú. Samt sem áður var fasta hluti af hrynjandinni og flæðinu í lífi frumkirkjunnar.

Jesús Kristur samþykkti og umfaðmaði föstu úr Gamla sáttmálanum. "Þegar þú gefur ölmusu" (Matteus 6:2), "þegar þér biðjist fyrir" (Matteus 6:5), "þegar þér fastið" (Matteus 6:16) voru hluti af kennslu hans á fjallinu. Jesús gerði ráð fyrir að gjafir, bænir og föstur væru eðlilegir hlutir af andlega lífinu. Hér er ekki um val að ræða, heldur kjarni kennslunnar í skóla Krists.

Fastan er eldri en margir vendipunktar mannkynssögunnar. Eftir að Móse fastaði þá fékk hann töflurnar sem breyttu því sem við vissum um synd og skilningi okkar á réttlæti heimsins (2. Mós. 34:28). Eftir að Jesús fastaði þá fór kaleikurinn að flæða með víni Nýja sáttmálans (Matteus 4:2). Eftir að leiðtogar frumkirkjunnar föstuðu teygði Jesú-hreyfingin sig út fyrir landamæri Palestínu (Postulasagan 13:2). 20. aldar kirkjan í Asíu fastaði og núna vex hún hraðar en nokkru sinni fyrr. Faðirinn elskar að verðlauna þá sem fasta með hreinu hjarta (Matteus 6:18).

Að fasta kemur á undan tilgangi og því ætti tilgangur að koma á undan föstunni. Ef við föstum, þá ættum við að hugsa um það sem tíma til að "setja til hliðar" til þess að "meðtaka." Við höldum okkur frá fæðu um tíma til þess að einbeita okkur betur að Kristi og ríki Hans. Fastan krefst stöðuglyndis og trúfesti. Við tökum tíma til að fara af hraðbraut okkar önnum kafna lífs. Það að fasta er gagnlegast þegar það er samhliða því að leita, að fórna og að sá til Andans frekar en holdsins. Þegar við borðum, þá uppfyllum við þarfir holdsins. Þegar við föstum, þá leitum við lengra en holdið að ríki Andans.

Frjósemi föstunnar ávinnst ekki í skyndi. Þetta er ástundun sem að verður betri með tíma og reynslu. Þegar við göngum inn í tímabil föstu, þá gefur Drottin okkur náð. Um stundarsakir, þá minnir það okkur á dauðann, og síðan túlkar Andinn fæðuskortinn okkar yfir í skilning á lífi, ljósi og dómgreind.

Líkt og Jesús Kristur var staðfastur á leið sinni til Jerúsalem, megum við fylgja honum í þessari ástundun. Ekki "ef," heldur "þegar þú fastar."

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056