Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 23 OF 46

Karl Barth (Sviss, 1886-1968)

Þegar við tölum um náð, þá hugsum við um staðreyndina að hagstætt viðhorf [Guðs] til verunnar leyfir sér ekki að verða súrt og pirrað vegna mótstöðu þeirrar síðarnefndu. Þegar við tölum um heilagleika, þá hugsum við, hins vegar, um staðreyndina að hagstætt viðhorf hans getur yfirstigið og útrýmt þessari mótstöðu.

Að tala um náð er að tala um fyrirgefningu synda; að tala um heilagleika, dóm á syndir. En þar sem að bæði endurspegla kærleika Guðs, hvernig getur annað verið til án hins, fyrirgefning án dóms eða dómur án fyrirgefningar?

Aðeins þegar kærleiki Guðs hefur ekki enn verið opinberaður, ekki ennþá eða ekki lengur trúað á, getur verið aðskilnaður hér í stað greinarmunar. Í þessu tilfelli myndi fyrirgefning vera afleidd á abstraktan máta frá synd, og dómur frá fordæmingu. Það væri ekki dómur Guðs í einu tilvikinu og fyrirgefning Guðs í hinu tilvikinu.

Ef við tölum í trú, og þar af leiðandi í ljósi Guðs og kærleika hans, og þar af leiðandi í fyrirgefningu Guðs og dómi, á meðan innsæi okkar vex þá munum við geta greint á milli, en munum alls ekki aðskilja, milli náðar Guðs og heilagleika Guðs.

Tengslin milli þessara tveggja er tekið afgerandi saman í staðreyndinni að bæði einkenna og greina kærleika hans og þar af leiðandi hann sjálfan í verki hans í sáttmálanum, sem Drottinn sáttmálans milli hans sjálfs og verunnar hans.

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056