Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 22 OF 46

Heilagur Guð (Keith Potter)

Í páskaföstu tímabilinu, þá minnumst við hinnar miklu fórnar sem Jesús Kristur færði og fyrirgefninguna sem hann greiddi með lífi sínu. Við játum að syndir okkar hafa staðið í vegi fyrir sambandi okkar við Guð.

Hins vegar, þá munu játningar okkar verða innantómar nema við skiljum hversu mikill og heilagur Guð er. Við erum sífellt að vanmeta alvarleika syndarinnar og áhrifa hennar, sem gerir okkur ólík Guði og óhæf til hins góða samfélags við hann. Þau skref sem við tökum til að fyrirgefa okkur sjálfum og öðrum verða líka innantóm nema við skiljum hvernig náð Guðs getur umvafið okkur algjörlega í gegnum Jesú Krist, sem gerir okkur réttlát í augum Guðs og hæf til hins góða samfélags við hann.

Þegar við göngum í gegnum tímabil Páskaföstunnar og hugleiðum heilagleika Guðs, veltum því fyrir okkur hvernig það væri að vera aðeins uppfyllt af kærleiksríkum áætlunum og heilbrigðum hvatningum, líkt og Guð okkar.

Í 6. kafla Jesaja, uppgötvum við að sagan um hinn mikla spámann byrjar á mikilfenglegri sýn á Guð og hásæti hans, umkringt englaverum. Dag og nótt, þá hrópa þessir fylgdarmenn ,,Heilagur, heilagur, heilagur er DROTTINN allsherjar, öll jörðin er full af hans dýrð!" (Jesaja 6:3). Hvert var svar Jesaja? ,,Vei mér, það er úti um mig, því að ég er syndugur maður. Ég er með óhreinar varir og bý meðal fólks með óhreinar varir en samt hafa augu mín séð konunginn, Drottin allsherjar." (Jesaja 6:5)

Það að sjá Guð opnaði augu Jesaja til að sjá sjálfan sig. Óhreinn. Illa staddur í óhreinleika umhverfis síns. Hann var allt nema heilagur. Svo snerti Guð við Jesaja. Við það naut hann fyrirgefningu, varð hreinn og fékk nýjan fúsleika. Guð kallar á mannlega útsendara. Jesaja svaraði, ,,Drottinn, ég skal fara! Sendu mig."

Þetta getur verið okkar saga. Í ljósi heilagleika Guðs, þá verður okkar sjálf afmáð. ,,Vei mér! Ég er óhreinn einstaklingur á meðal óhreinna einstaklinga. Nú þegar ég sé þig Drottinn, þá sé ég sjálfan mig. Hjálpaðu mér!" Og Guð hjálpar, með náð sem er stærri en syndir okkar. Ef heilagleiki hans er mikill, þá er náð hans umlykjandi, því að hún hylur sérhverja synd okkar sem hlýtur að misbjóða hreinleika heilagleika hans. ,,Vegsamið Drottinn ásamt mér, tignum nafn hans einum hug" (Sálmarnir 34:4).

Ritningin

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum á Krist. Hvort sem þú ert óviss(ur) um hvað tímabil páskaföstunnar snýst um eða ef þú hefur ástundað páskaföstuna og kirkjuárið allt þitt líf, þá munt þú meta Ritningarlestranna og innsæi hugleiðinganna frá kristnum einstaklingum um allan heim og í gegnum söguna. Taktu þátt með okkur og kirkjum um allan heim til að fókusa á Jesú í gegnum vikurnar fyrir páska.

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056