Um áætlun

Dæmisögur JesúSýnishorn

The Parables of Jesus

DAY 3 OF 36

MISHÁAR SKULDIR GEFNAR UPP

Í þessum tveimur frásögnum kennir Jesús um afl fyrirgefningarinnar. Í fyrri dæmisögunni útskýrir Jesús gildi fyrirgefningarinnar fyrir einstakling sem þarf á mikilli fyrirgefningu að halda. Í hinni sýnir Jesús að vegna mikillar miskunnar hans eigum við að sýna öðrum mikla miskunnsemi. Hvað oft hugsar þú um hve mikil fyrirgefning Guðs á syndum þínum á krossinum var? Hvort er líklegra að þú reynir að draga úr syndum þínum eða mikla fyrirgefningu hans? Hvað oft þakkar þú honum fyrir fyrirgefningu hans?



Frásögn Matteusar talar skýrt um þá skyldu okkar að fyrirgefa öðrum. Jesús varar við því í 35. versi að ef við fyrirgefum ekki systkinum okkar af hjarta þá muni hann ekki fyrirgefa okkur! Þetta ætti að útiloka það að við fyrirgefum ekki öðrum.



Þarft þú að fyrirgefa einhverjum? Gagnvart hverjum hefur þú alið á beiskju, reiði eða höfnun? Maka, barni eða öðrum í fjölskyldu þinni eða samstarfsfólki? Er einhver sem þú þarft að beiðast fyrirgefningar hjá? Fyrir hverjum þarft þú að auðmýkja þig og biðjast fyrirgefningar vegna þess að þú hefur haft þau fyrir rangri sök?
Dag 2Dag 4

About this Plan

The Parables of Jesus

Í þessari lestraráætlun muntu fara í gegnum dæmisögur Jesú og uppgötva hvað þessi mikilvæga kennsla hans þýðir fyrir þig! Lesandinn fær marga daga til að vinna upp tapaðan tíma svo að hann geti haldið áætlun og gefið sér...

More

We would like to thank Trinity New Life Church for this plan. For more information, please visit: http://www.trinitynewlife.com/

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar