Dæmisögur JesúSýnishorn

The Parables of Jesus

DAY 2 OF 36

HYGGNIR OG HEIMSKIR HÚSBYGGJENDUR
Þetta er fyrsta dæmisagan í guðspjöllum bæði Lúkasar og Matteusar. Í henni hvetur Jesús okkur til að skoða hvernig við byggjum líf okkar upp og að spyrja á hvaða grunni við byggjum það.

Byggjum við meðvitað líf okkar á grunni sem ekki haggast, eða leyfum við kringumstæðum og atvikum að vera sá hvikuli grunnur sem við byggjum á? Veistu á hverju þú byggir líf þitt? Guði eða óskum þínum, hugmyndum og draumum?

Hversu oft lest þú og eða hlustar á boð Guðs? Hvað gerir þú til að fara eftir þeim í lífi þínu? Reynir þú að byggja líf þitt á verki Guðs í eigin krafti eða í hópi fleiri "byggjenda"? Þarf að taka upp hluta af grunninum hjá þér og setja á traustari undirstöðu? Ekki bíða með að ganga úr skugga um að þú byggir líf þitt á Kristi!

About this Plan

The Parables of Jesus

Í þessari lestraráætlun muntu fara í gegnum dæmisögur Jesú og uppgötva hvað þessi mikilvæga kennsla hans þýðir fyrir þig! Lesandinn fær marga daga til að vinna upp tapaðan tíma svo að hann geti haldið áætlun og gefið sér tíma til að hugleiða og uppörvast af kærleika og krafti Jesú!

More

We would like to thank Trinity New Life Church for this plan. For more information, please visit: http://www.trinitynewlife.com/