Um áætlun

Að tala út lífSýnishorn

Speaking Life

DAY 6 OF 6

Samfélagsmiðlar 



Ég gat ekki endað þessa ,,TALA ÚT LÍF" Biblíulestraráætlun án þess að minnast á samfélagsmiðla. Án efa, þá hafa samfélagsmiðlar GRÍÐARMIKIL áhrif á hugsanir okkar, og þar af leiðandi, á huga okkar. Þetta er mjög ríkjandi uppspretta af inntaki. Hefurðu íhugað jákvæða, lífgefandi gildi samfélagsmiðla í samanburði við neikvæðu og eyðandi gildruna sem þeir eru yfirleitt? 



Svo margt fólk þessa dagana þjáist af kvíða og þunglyndi. Ég trúi því að það geti verið rakið til yfirþyrmandi magns af neikvæðu inntaki sem og lágmarks magni af lífgefandi tíma í náttúrunni eða Orði Guðs. hvort sem það er sjónvarpið, FB aðgangur, Twitter aðgangur eða Instagram aðgangur, þá þrftu að íhuga skjátíma þinn. Það kæmi flestum okkar á óvart að uppgötva fjölda klukkustunda sem við raunverulega eyðum með andlit okkar í skjánum. Ekki misskilja mig. Ég trúi því að það eru sumar lífgefandi myndir, innlegg og myndbönd aðgengileg. En að mestu erum við að fylla huga okkar með mikið af rusli, sjálfsdýrkun og kenningum í gegnum mjög neikvætt inntak. Flest okkar erum fáfróð um samband skjátíma og þunglyndis. Flest okkar íhuga ekki að ÞAÐ SEM KEMUR INN hefur áhrif á ÞAÐ SEM FER ÚT. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af skoðunum nokkrs annars, bara Guðs.



Þessi heimur, fréttirnar og kringumstæður okkar geta látið okkur líða eins og við séum að ganga um eyðimörk eða í gegnum þurrt eyðiland. Sál okkar þyrstir eftir lífi og verður að nærast á lífgefandi mat. Orðum Hans. Sköpun Hans. Samfélagi Hans. Upplifir þú þunglyndi eftir að ganga of lengi í eyðimörkinni eða þurra eyðilandi samfélagsmiðla og skjátíma? Komdu að lifandi vatninu og leyfðu Honum að metta sál þína. Slökktu á þessum skjám og opnaðu Orð Guðs. Biddu hann um að mæta þig þar og glæða Orð Hans lífi. Farðu síðan út. Fáðu þér göngutúr. Fljúgðu flugdreka. Lestu góða bók. Hittu lífgefandi vin.



Má ég skora á þig að taka þér leyfi frá samfélagsmiðlum? Biddu fyrir því hvernig á að gera þetta og settu þér síðan tímamörk. Þetta verður eins konar fasta. Eftir á, ef þér líður eins og leyfið var þýðingarmikið, skuldbittu þig til að takmarka tíma endurkomu þína á samfélagsmiðlum. Íhugaðu að setja bara inn lífgefandi eða Krist-miðað efni. Þar sem það hefur verið svo mikill aðgreiningur í landinu okkar, ákveddu að þú munt færa eitthvað sem mun kenna, uppörva og tala út líf í heim sem að þjáist. 



Lífið getur verið svo mikið einfaldara og streituminna. Við getum átt svo mikla von. Við þurfum að nota tímann sem að við værum við skjáinn að lesa um hluti sem skiptir ekki máli og nota þennan tía til þess að tala við Einhvern sem skiptir máli! 



Ef þú vilt lifa lífi, tala út líf og gefa líf til hins ítrasta, þá verðurð að íhuga það sem þú tekur inn í gegnum daga þína. Breyttu því sem þú tekur inn, breyttu því sem þú lætur út frá þér. Dagar okkar eru hverfulir. Byrjaðu NÚNA.



Hugleiddu:  Hvernig geturðu gert breytingar til að minnka eða eyða skjátíma þínum á samfélagsmiðlum? Hvað eru dæmi um afkastamikla hluti sem þú getur gert með aukatíma þinn?



Bæn:   Ó Drottinn! Hjálpaðu mér að takmarka skjátíma minn og auka tíma minn með Þér. Ég vil lifa djarflega og tala út líf í hjarta annarra. ÉG veit að það byrjar með mér.



__________________________________________________________________



EFTIRMÁLI LESTRARÁÆTLUNNAR: Ástríða Roxanne er að tala út lífgefandi sannleika í hjarta annarra. Hún elskar að tala á mótum og ráðstefnum. Hún er umsjónarmaður sinna eigin DJÚPRA og hnitmiðaðra vinnustofa og vinnur með skjólstæðingum um allan heim sem persónulegur markþjálfi. Þú getur haft samband við hana og fengið frekari upplýsingar á RoxanneParks.com. Það væri henni heiður að tengjast þér.


Dag 5

About this Plan

Speaking Life

Orð, orð, orð, kraftmikil orð! Orð sem byggja upp eða orð sem brjóta niður. Orð sem gefa líf eða orð sem koma með dauða. Valið er okkar. Við skulum meta hinn mikla kraft sem að leynist í orðum okkar.

Við viljum þakka Roxanne Parks fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://www.roxanneparks.com/home.html

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar