Um áætlun

Að tala út lífSýnishorn

Speaking Life

DAY 3 OF 6

Að velja að tala út líf



Það sem við segjum skiptir máli. Orð eru eitt af þeim áhrifamestu öflum sem mannkyninu standa til boða. Við getum valið að nota þetta afl á jákvæðan máta, til að byggja aðra upp, eða á neikvæðan máta að brjóta aðra niður. Það tekur einungis nokkur orð til að særa einhvern.  Og þau sár gætu læknast en þau munu skilja eftir sig ör sem hverfa aldrei. Orð hafa ótrúlegt vald og geta hjálpað eða skaðað, læknað eða sært, lyft upp eða eyðilagt, byggt upp eða brotið niður, móðgað eða sýnt vinsemd, staðfest eða gert einhvern afhuga, huggað eða gagnrýnt. 



Orðin sem eru töluð á heimilum okkar hafa djúpstæð og mótandi áhrif fyrir framtíðar heilsu og velferð. Foreldrar geta slegið út frá sér með orðum sem brjóta niður og geta rústað börnunum þeirra algjörlega. Og börn geta misst sig við foreldra sína með orðum sem að gera út af við alla fjölskylduna líkt og sprengja. Þegar við bregðumst við aðstæðum með niðurbrjótandi orðum, þá geta afleiðingarnar verið yfirþyrmandi og eyðileggjandi fyrir sálina á þeim sem fyrir þeim verður. Það er mjög auðvelt að gefa tilfinningum okkar og hugsunum rödd; hins vegar, tekur það sjálfsstjórn, styrk og algjör heilindi að tjá okkur á jákvæðan hátt óháð aðstæðum. Stöðvaðu og andaðu áður en þú talar, sérstaklega þegar þú ert stressuð/stressaður. Sem foreldrar, þá þurfum við að tala líf til barnanna okkar allt frá þeim degi sem þau fæðast.



Makar verða að hugleiða mátt orðanna þeirra gagnvart hvort öðru. Störf okkar, atburðir líðandi tíðar, börnin og lífið sjálft geta oft verið lýjandi. Við þurfum að byggja upp hjónaband okkar og heimili okkar með jákvæðum, upplífgandi hvatningum sem koma frá lífgefandi trú og ekki frá áföllum, kvíða eða ótta. 



Joyce Landorf Heatherley skrifaði bók sem kallast Balcony People. Sumt fólk er á 'svölum' lífs þíns og fagna þér, og gefa þér orku með staðfestingu sinni. Aðrir eru í 'kjallaranum' þínum að gera akkúrat hið andstæða. Þessi bók er um það að vera 'svala manneskja.' Ert þú svala manneskja? Eða kjallara manneskja?



Satan gerir plön til að fá okkur til að vanmeta vald orða okkar. Þar sem eðli hans er að eyða, þá vinnur hann stöðugt að því að láta orð þín flæða í neikvæða átt. Ekki láta honum takast það! Hann veit að orð þín eru ekki þýðingarlaus eða vanmáttug. Þau hafa skapandi mátt, eins og Guð sýndi fram á þegar Hann skapaði himinn og jörð með orðum sínum. Í dag höfum við vald til að gera slíkt hið sama hér á jörðu.



Hugleiddu staðreyndina að orð þín innihalda ótrúlegt vald. Þú hefur vald til að hafa áhrif og breyta lífum allra þeirra sem þú deilir heiminum með…fjölskyldu þinni, vinum þínum, nágrönnum þínum og ókunnugum sem þú hittir á förnum vegi. Það er þitt val að nota orð sem hvetja og byggja upp eða eyða og brjóta niður. Mundu, þegar eitthvað hefur verið sagt, þá geta orð þín ekki verið dregin til baka.



Gættu að orðanotkun þinni.



Veldu að tala út líf!



Hugleiddu:



Hugleiddu vald hvers og eins af orðum þínum til að uppfræða og lyfta upp eða merja og eyða. Hvernig getur þú tekið meðvituð skref til að tala út líf til annarra?



Bæn:



Drottinn, hjálpaðu mér að vera meðvitaður um sérhvert orð sem kemur úr munni mínum. Kenndu mér að tala út lífgefandi sannleika í hjarta annarra.


Dag 2Dag 4

About this Plan

Speaking Life

Orð, orð, orð, kraftmikil orð! Orð sem byggja upp eða orð sem brjóta niður. Orð sem gefa líf eða orð sem koma með dauða. Valið er okkar. Við skulum meta hinn mikla kraft sem að leynist í orðum okkar.

Við viljum þakka Roxanne Parks fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://www.roxanneparks.com/home.html

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar