Um áætlun

Að tala út lífSýnishorn

Speaking Life

DAY 5 OF 6

Orð til að lifa samkvæmt



Þar sem að óvinurinn lýgur að okkur, þá þurfum við að taka ákvörðun um að tala út af krafti og sannleika til baka til hans! Við þurfum að taka ákveðin skref til að snúa við neikvæðum orðum og hugsunum. Við þurfum kraftmikil ORÐ TIL AÐ LIFA SAMKVÆMT. Og við þurfum við að segja þau orð aftur og aftur þangað til að þau ná til hjarta okkar og hugsanna.



Það sannasta um mig er alltaf það sem Guð segir um mig…ekki það sem ég hugsa eða finnst og ekki það sem aðrir segja, hugsa eða gera. Við getum orðið svo lömuð af lygum og ranghugmyndum að við endum langt frá þeirri yndislegu áætlun sem Drottinn hefur fyrir líf okkar. Rannsakaðu Orðið Hans. Láttu trú þína tala og biddu síðan Guð um að hjálpa þér með hvers konar vantrú.



Við þurfum öll að gera endurnýjaða skuldbindingu um að hætta neikvæðu sjálfstali. Alveg eins og með eitraðar slæmar venjur, þá getur þú ákveðið að hætta þessari hegðun. Það kann að taka tíma, þolgæði, athygli og styrk að hætta neikvæðu sjálfstali vegna þess að fyrir mörg okkar hefur er það orðið svo djúpstætt innra með okkur að það er næstum orðið eðlislægt. Þegar þú ert orðin(n) meðvitaður um að þú sért að gera það, þá þarftu að skilja að þú munt þurfa að grípa frammí fyrir sjálfum þér og hugsunum þínum til að stöðva þær algjörlega. Það að taka eftir þessari hefðun er lykillinn að því að stöðva hana.



Þegar við tökum yfir stjórnina á hugsunum okkar og orðum, þá tökum við líf okkar til baka! Ég skora á þig að útbúa lista yfir daglegar yfirlýsingar fyrir þig til að tala út til þín SJÁLFS þíns…orðum fyrir þig að lifa samkvæmt. Þessi æfing er mikilvægt skref til þess að taka yfir stjórnina á hugsunum okkar og þeim orðum sem fylgja. Það er tími til kominn að æfa sig að tala út kraft og sannleika í líf okkar í gegnum skriflegar daglegar yfirlýsingar.



Í fyrsta lagi, byrjaðu á hvers konar neikvæðum hugsunum og sjálfstali sem er ríkjandi eða algeng í hugsunum þínum. Gerðu lista yfir hvers konar lygar sem þú hefur talið þér trú um. Hvaða neikvæðu hugsanir íþyngja þér og hindra þig í því að lifa þínu besta lífi? Ef hugsanir okkar, sjálfstal eða orð eru ekki samstillt sannleika Guðs, þá þurfum við að bera kennsl á þau.



Í öðru lagi, finndu ritningarstaði sem móteitur gegn þessum neikvæðu hugsunum eða lygum. Þessir andlegu sannleikar geta frelsað þig frá þessum lygum og hugsanamynstrum. Hertaktu hugsanir þínar og orð fyrir sannleika Hans! Veldu orð í samræmi við Orð Guðs



Í síðasta lagi, rannsakaðu þessa ritningarstaði og útbúðu jákvæðar fullyrðingar, sem þú ert sammála og getur lýst yfir og talað aftur og aftur í líf þitt. Þessar jákvæðu yfirlýsingar eru í samræmi við SANNLEIKANN. Gerðu listann þinn. Hvaða yfirlýsingar getur þú talað út til að færa Guði dýrð og betri niðurstöður fyrir líf þitt?



Það að tala út þessar yfirlýsingar daglega mun hjálpa þér að byrja að taka stjórnina á lífi þínu og ná stjórn á tungu þinni. Neitaðu að tala út nokkuð annað en Orð Guðs um líf þitt eða aðstæður. Taktu yfir stjórnina á lífi þínu með ritningunum og þeim krafti sem fylgir því að tala út þessar yfirlýsinga. Þetta eru ORÐ TIL AÐ LIFA SAMKVÆMT.



Hugleiddu:



Hvaða hugsanir og lygar fara í gegnum huga þinn sem eru ekki í samræmi við Guðs Orð? Hugleiddu það að velja lífgefandi sannleika í stað þessara hugsana.



Bæn:



Drottinn, ég vil tala og lifa út frá sannleika Þínum um mig. Oft, þá finnst mér ég svo fastur/föst í neikvæðni og með þyngsl heimsins á herðum mér. Hjálpaðu mér að leita að þínum lífgefandi sannleika og hugleiða það daglega.


Dag 4Dag 6

About this Plan

Speaking Life

Orð, orð, orð, kraftmikil orð! Orð sem byggja upp eða orð sem brjóta niður. Orð sem gefa líf eða orð sem koma með dauða. Valið er okkar. Við skulum meta hinn mikla kraft sem að leynist í orðum okkar.

Við viljum þakka Roxanne Parks fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://www.roxanneparks.com/home.html

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar