Um áætlun

Að trúa því að Guð sé góður sama hvaðSýnishorn

Believing God Is Good No Matter What

DAY 5 OF 5

Guð er ekki búinn.

Guð er ekki dáinn og hann er ekki búinn! Líf þitt kann að virðast eða virka eins og óklárað málverk - ein stór óreiða með hlutum sem vantar.


Guð vill að þú vitir að þó að þú getir kannski ekki séð það, þá er hann enn að störfum. Hann er enn að gera skapandi og framúrskarandi verk í lífi þínu og lífi þeirra sem þú elskar. Þó að þú sjáir ekki lokamyndina, þá þarf það ekki að þýða að þetta verði ekki meistaraverk. Filippíbréfið 1:6 vísar í óklárað verk Guðs og segir okkur að fulltreysta því að hann sem byrjaði góða verkið muni fullkomna það. Þannig að, hvíldu í þessari fullvissu: Guð er enn virkur og að störfum í lífi þínu.


Ekkert og enginn getur stöðvað velþóknun Guðs í lífi þínu! Jafnvel þó að þér finnist málverkið þitt vera í rugli, þá getur Guð notað ruglið til að blessa fólkið í lífi þínu.


Það er meira sem að bíður þín - meiri velþóknun, meiri blessun, og fleiri góðir hlutir!


Hugsaðu um það: Hvernig gefur það lífi þínu von að vita að Guð hefur ekki lokið verki sínu í þínu lífi?


BÆN: Þakka þér Guð fyrir það góða verk sem þú hefur hafið í mér og fyrir að að lofa að fullkomna það. Velþóknun þín flæðir inn í líf mitt og ég bið að þú munir hjálpa mér að þekkja það þegar hún flæðir í gegnum líf mitt til að hjálpa öðrum. Gefðu mér tækifæri í þessari viku til að uppörva einhvern í þeirra vegferð. Í Jesú nafni. Amen.


Dag 4

About this Plan

Believing God Is Good No Matter What

Í dag eru ákveðin skilaboð, bæði utan og innan kirkjunnar, sem hafa mengað hin sönnu skilaboð um náð Guðs. Sannleikurinn er sá að Guð er ekki skyldugur að útvega okkur góðum hlutum—en hann langar til þess! Þessi 5 daga l...

More

Við viljum þakka WaterBrook Mulnomah Publishing Group fyrir að útvega þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.goodthingsbook.com

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar