Um áætlun

Að trúa því að Guð sé góður sama hvaðSýnishorn

Believing God Is Good No Matter What

DAY 4 OF 5

Með akkerið fest í gæsku

Þú kannt að hafa heyrt það áður: lífið er erfitt; Guð er góður. Þessi staðhæfing er mun meira en klisja: hún er sterkur og gegnheill guðfræðilegur sannleikur. Sumt ótrúlega klárt fólk hefur glímt við spurningar eins og, ,,ef Guð er góður, af hverju gerist þetta? Af hverju er óréttlæti leyft að gerast og af hverju getur lífið verið svona erfitt?" Þetta virkilega klára fólk hefur dregið þá ályktun að lífið er erfitt OG Guð er góður. Eitt ógildir ekki annað. Þau kalla þetta ,,guðsvörn."


Margir gera ráð fyrir því að fyrst lífið sé erfitt, þá geti Guð ekki verið góður - en sú er ekki raunin. Þetta er ekki annað hvort/eða aðstæður. Fyrir nokkrum árum ákvað ég að jafnvel ef ég gæti ekki svarað ,,af hverju?" hluta staðhæfingarinnar (,,Ef Guð er góður, af hverju ____"), þá ákvað ég að ég myndi stroka út ,,ef-ið." Með öðrum orðum, þá valdi ég að trúa því að Guð er góður... sama hvað.


Þú getur líka fest akkeri þitt í gæsku Guðs.


Byrjaðu að horfa eftir gæsku Guðs þrátt fyrir kingumstæðurnar. Kannski lokast hurðin fyrir eitt tækifæri, en kannski er Guð með eitthvað enn betra í vændum og við þurfum að ganga í gegnum aðrar dyr til að nálgast það. Þetta hefur gerst svo oft í lífi mínu að ég er byrjaður að búast við því. Þegar eitthvað gengur ekki upp fyrir mig, þá minni ég mig á hvernig Guð hefur áður opnað aðrar dyr fyrir mig og ég byrja að leita eftir næsta tækifæri til að afhjúpa lokaáætlun Guðs fyrir líf mitt.


Það að vera með akkerisfestu í gæsku Guðs mun ekki alltaf virðast vera rökrétt. Þetta er þrjóskuleg, óþreytandi ákveðni í að láta ekki erfiðleika lífsins gera lítið úr því hversu stór Guð er.


Hugsaðu um það: Hvaða leiðir getur þú notað til að minna þig á að leita eftir gæsku Guðs þrátt fyrir kringumstæðurnar?


BÆN: Guð, þakka þér fyrir að hjálpa mér að festa akkeri mitt í gæsku þína. Gefðu mér styrk í dag til að hætta að velta öllu fyrir mér og byrja að leita eftir velþóknun þinni í sérhverjum kringumstæðum. Í Jesú nafni. Amen.


Dag 3Dag 5

About this Plan

Believing God Is Good No Matter What

Í dag eru ákveðin skilaboð, bæði utan og innan kirkjunnar, sem hafa mengað hin sönnu skilaboð um náð Guðs. Sannleikurinn er sá að Guð er ekki skyldugur að útvega okkur góðum hlutum—en hann langar til þess! Þessi 5 daga l...

More

Við viljum þakka WaterBrook Mulnomah Publishing Group fyrir að útvega þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.goodthingsbook.com

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar