Um áætlun

Að trúa því að Guð sé góður sama hvaðSýnishorn

Believing God Is Good No Matter What

DAY 2 OF 5

Velþóknun fjölskyldunnar

Velþóknun Guðs flæðir náttúrulega inn í líf okkar eins og velþóknun föðurs flæðir inn í líf barna sinna. (og hann er besta mynd föðurs sem að þú gætir nokkurn tímann dreymt um eða ímyndað þér). Guð elskar þig. Hann lítur á þig sem barnið sitt, og það gerir þig að viðtakanda blessana hans.

Ekki láta þér líða eins og að þú þurfir að afsaka eða réttlæta gæsku Guðs gagnvart þeim sem að kunna að vera ósammála eða skilja ekki gæsku hans. Það verður alltaf til fólk sem bíður eftir því að gagnrýna sigur þinn eða líta fram hjá þeim blessunum sem Guð vill veita þér, vegna þess að þeim fannst einhver annar/önnur eiga það frekar skilið. Reyndar, ef þér hefur einhvern tímann fundist einhver ekki eiga skilið þá blessun sem sá einstaklingur fékk (hey, við höfum öll verið þarna...), þá hafðirðu líklega rétt fyrir þér! En hér er sannleikskorn til að vekja okkur öll til umhugsunar: við getum ekki pirrað okkur á óverðskuldaðri velþóknun í lífi annarra ef að við viljum taka henni fagnandi í okkar eigin lífi.


Þegar að við byrjum að skilja það að velþóknun er leið til að láta náð Guðs í ljós, þá getum við skilið það að sú velþóknun sem við hljótum - alveg eins og náð - er ekki í réttum hlutföllum við það sem við eigum skilið.


Hugsaðu um nokkur dæmi í lífi þínu þar sem þú hlaust óvænta eða óverðskuldaða velþóknun?


BÆN: Guð, þakka þér fyrir að vera mér sem Faðir. Sama hvernig jarðneski pabbi minn hefur verið, þá ert þú örlátur Faðir og þú hefur áframhaldandi velþóknun í vændum fyrir framtíð mína. Kenndu mér í dag að sætta mig við þá velþóknun sem þú hefur veitt mér sem barn þitt. Í Jesú Nafni. Amen.



Dag 1Dag 3

About this Plan

Believing God Is Good No Matter What

Í dag eru ákveðin skilaboð, bæði utan og innan kirkjunnar, sem hafa mengað hin sönnu skilaboð um náð Guðs. Sannleikurinn er sá að Guð er ekki skyldugur að útvega okkur góðum hlutum—en hann langar til þess! Þessi 5 daga l...

More

Við viljum þakka WaterBrook Mulnomah Publishing Group fyrir að útvega þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.goodthingsbook.com

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar