Um áætlun

Nettengd Biblía Fyrir BörnSýnishorn

Nettengd Biblía Fyrir Börn

DAY 1 OF 7




Hver skapaði okkur? Biblían, Guðs orð, skýrir frá upphafi mannkynsins. Fyrir ævalöngu skapaði Guð fyrsta manninn og kallaði hann Adam. Guð bjó Adam til úr mold, blés lífsanda í nasir hans og fyllti hann lífi. Þetta átti sér stað í yndislegum garði sem kallaður var Eden.

Áður en Guð skapaði Adam, bjó hann til fagra veröld, fulla af undursamlegum hlutum. Stig af stigi bjó Guð til hóla og hæðir, ilmandi blóm og stór tré, skrautlega litríka fugla og suðandi bíflugur, risahvali og sleipa snigla. Staðreyndin er að hann bjó til allt sem til er – allt saman!

Í upphafi, áður en Guð bjó nokkuð til, var ekkert til nema Guð. Engar mannverur, engir staðir eða hlutir. Ekkert! Ekkert ljós og ekkert myrkur. Ekkert upp og ekkert niður. Enginn gærdagur og enginn morgundagur. Það var bara Guð, sem átti ekkert upphaf. Síðan hóf Guð sköpun sína!

Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.

En jörðin var þá auð og tóm. Og myrkur grúfði yfir djúpinu. Þá sagði Guð. ’’Verði ljós.’’

Og það varð ljós. Guð kallaði ljósið dag og myrkrið kallaði hann nótt. Og kvöldið og morguninn urðu hinn fyrsti dagur.

Á öðrum degi setti Guð festingu milli vatnanna og hafsins. Á þriðja degi sagði Guð, ’’Safnist vötnin undir himninum í einn stað svo að þurrlendið sjáist’’. Og það varð svo.

Og Guð sagði grasinu, blómum, sáðjurtum og trjám að spretta. Og það varð svo. Og kvöldið og morguninn urðu hinn þriðji dagur.

Og svo skapaði Guð sólina, og svo tunglið, og aragrúa af stjörnum, fleiri en hægt er að telja. Og kvöldið og morguninn urðu hinn fjórði dagur.

Sjávardýr, fiskar og fuglar voru næst á dagskrá Guðs. Á fimmta degi bjó hann til stóra sverðfiska og örsmáar sardínur, háfætta strúta og glaðlega kólibrífugla. Guð bjó til allar tegundir af fiskum til að fylla höf og vötn og allar tegundir fugla til að njóta lands sjávar og himins. Og kvöldið og morguninn urðu hinn fimmti dagur.

Svo sagði Guð, ’’Jörðin leiði fram lifandi skepnur.. ’’ Allar tegundir dýra og skorkvikinda og skriðkvikinda urðu til þann dag. Þar voru fílar, bifurdýr, apar af öllum tegundum og krókudílar. Birnir, ljón, íkornar og dillandi ánamaðkar. Slánalegir gíraffar og malandi kettir. Þann dag urðu allar dýrategundir sem til eru, skapaðar.

Og kvöldið og morguninn urðu hinn sjötti dagur.

Það var eitt annað, mjög sérstakt, sem Guð gerði á þessum sjötta degi. Nú var allt tilbúið fyrir manninn. Það voru matvæli á ökrum, og dýr til að þjóna honum. Og Guð sagði, ’’Við skulum skapa manninn eftir okkar eigin mynd. Látum hann drottna yfir öllu á jörðinni. OG GUÐ SKAPAÐI MANNINN EFTIR SINNI EIGIN MYND, HANN SKAPAÐI HANN EFTIR GUÐS MYND...’’

Þá sagði Guð við Adam, ’’Þú mátt borða hvað sem þú vilt úr aldingarðinum. En af skilningstrénu góðs og ills mátt þú ekki borða. Ef þú borðar af því, muntu sannarlega deyja.’’

Og Drottinn Guð sagði, ’’Það er ekki gott fyrir mann að vera einsamall. Ég mun gera honum fylginaut við hans hæfi.’’ Guð kallaði öll dýr og fugla til Adams, og nefndi Adam þau öll. En engan fylginaut við Adams hæfi var nokkurstaðar að finna.

Guð lét Adam nú falla í svefn, djúpan svefn. Er hann var sofnaður tók Guð eitt af rifjum hans og myndaði úr því konu sem hann færði Adam til að verða fylginautur hans.

Guð skapaði heiminn á sex dögum. Síðan blessaði Guð sjöunda daginn og gerði hann að hvíldardegi. Adam og Eva voru hamingjusöm í Edengarðinum er þau hlýddu Guði. Guð var Drottinn þeirra, gjafari, og vinur.

Endir

Dag 2

About this Plan

Nettengd Biblía Fyrir Börn

Hvernig byrjaði allt? Hvar komum við frá? Hvers vegna er það svo mikið eymd í heiminum? Er einhver von? Er líf eftir dauðann? Finndu svörin sem þú lest þessa sanna sögu heimsins.

Við viljum þakka Bible for Children, Inc. fyrir að veita þessa áætlun. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast farðu á: https://bibleforchildren.org/languages/icelandic/stories.php

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar