Að tala við Guð í bænSýnishorn

Encouraging a Prayer Habit in Your Kids

DAY 4 OF 4

AÐ ÞRÁ GUÐ

AÐ TALA VIÐ GUÐ
Þakkaðu Guði fyrir það að hann elskar þig og vill að þú lærir að tala við hann í gegnum bænina. Biddu Guð um að kenna þér að biðja.

AÐ FARA OFAN Í EFNIÐ
Útbúðu þrjú sett af miðum með eftirfarandi orðum/frösum á þeim: afi, besti vinur, presturinn þinn, afgreiðslumanneskja í búð, og frændi/frænka nágranna þíns. Raðaðu fyrsta settinu upp þannig að einstaklingurinn sem þú talar mest við sé efst og sá/sú sem þú talar minnst við sé neðst. Raðaðu öðru settinu upp á svipaðan hátt, með þann/þá sem þú vilt helst umgangast efst. Raðaðu þriðja settinu svipað með manneskjuna sem þú saknar mest efst. Berðu saman settin þín.

AÐ FARA DÝPRA Í EFNIÐ
Bæn er einfaldlega að tala við Guð sem elskar þig og vill það besta fyrir þig. Alveg eins og þú saknar kannski einhvers sem þú elskar þegar hann/hún er farinn, þá saknar andi þinn Guðs þegar þú eyðir ekki tíma í að tala við hann. Biblían segir oft að þessi löngun til að vera með Guði er líkt og að vera þyrst(ur) eða svangur/svöng. Lestu Sálm 42:2-3: ,,Eins og hindin þráir vatnslindir þráir sál mín þig, Ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði, hvenær mun ég fá að koma og sjá auglit Guðs?" Þú getur leitað til Guðs í bæn og fundið hann, líkt og hindin finnur vatn í vatnslindinni þegar hana þyrstir.

AÐ TALA SAMAN
-Hvað hugsarðu um þegar þú ert svangur/svöng eða þyrst(ur)?
-Hvernig svipar það að vera með Guði til þess að vera með manneskju sem þú elskar? Hvernig er það öðruvísi?
-Hvernig gætirðu vitað að andi þinn þyrstir eftir því að vera með Guði?

Ritningin

About this Plan

Encouraging a Prayer Habit in Your Kids

Fjölskyldulíf getur verið annasamt. Við gefum okkur ekki alltaf tíma til að biðja - og við gleymum því einnig oft að styðja börnin okkar í þeirra bænalífi. Í gegnum þessa lestraráætlun munt þú sjá og skilja að Guð vill heyra frá þér og að bænin styrkir samband þitt við hann og fjölskyldu þína. Hver og einn dagur í þessari áætlun mun veita þér hvatningu til að biðja, láta þig fá stuttan ritningartexta til að lesa, útskýringu á textanum, verkefni til að framkvæma og umræðuspurningar.

More

Við viljum þakka Focus on the Family fyrir að útvega þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.FocusontheFamily.com