Um áætlun

Að hlusta á GuðSýnishorn

Listening To God

DAY 5 OF 7

Einkenni lokaðra eyrna



Adam og Eva þekktu Guð í eigin persónu! Næstu kynslóðir fjölskyldu þeirra þekktu líka Guð eða þekktu vel til Hans. Smám saman, í áranna rás, hættu flestir að þakka Guði og líta á hann sem uppsprettu sína. Syndin óx.



Flestar syndir eru einfaldlega einkenni annarrar djúpstæðari syndar: þ. e. að loka eyrum okkar gagnvart sannleikanum um Guð og hlusta í staðinn á lygi. Þegar við hættum að viðurkenna Guð sem gjafara alls hins góða, þá hættum við að sjá skýrt. Við hættum að hugsa viturlega. Við neitum að hlusta á sannleikann. Rómverjabréfið, fyrsti kafli opinberar þennan raunveruleika á skýran hátt.



Alvarleiki málsins birtist í eftirfarandi staðhæfingu: að neita að hlusta á sannleikann er, í rauninni, að hafna Guði. Nú, sem kristið fólk, þá tökum við Orði Guðs augljóslega sem sannleika með opnum örmum. En við verðum að halda eyrum okkar opnum með því að þekkja og hafna fölskum sannleika og halda okkur inni á bylgjulengd raddar Guðs.



Jafn alvarleg er sú staðreynd að það fólk sem hafnar sannleikanum dregur oft aðra með sér í blekkinguna sína, eins og við lærðum í texta dagsins úr 1. Mósebók. Hugsaðu um þessar spurningar. Hver er í hættu þegar þú hlustar ekki á Guð? Maki þinn? Vinir þínir? Yfirmaður þinn? Börnin þín? Gæti jafnvel verið einhver bláókunnugur sem Guð vildi að þú þjónaðir inn í líf þeirra?



Ég held að einmitt núna væri góður tími fyrir mig að hætta að skrifa svo að þú getir hlustað í bæn.



Spurðu Föðurinn:Viltu sýna mér allar þær lygar sem að ég hef verið að trúa, stórar og smáar?


Lofgjörðarlagið sem við mælum með í dag er lagið ,,No Other Name” eftir Hillsong Worship



Dag 4Dag 6

About this Plan

Listening To God

Amy Groeschel skrifaði þessa sjö daga Biblíulestraráætlun í þeirri von að þú gætir meðtekið efni hennar líkt og hún kæmi beint til þín frá hjarta okkar kærleiksríka Föður. Bæn hennar er að áætlunin hjálpi þér að fjarlægj...

More

Við viljum þakka Life.Church fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.life.church

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar