Í okkar stað: Hugleiðingar á páskaföstu frá "Time of Grace"Sýnishorn

In Our Place: Lenten Devotions

DAY 1 OF 14

Öskudagurinn (e: Ash Wednesday).

Ef til vill hefur þú tekið eftir vinnufélögum koma úr kirkju í miðri viku með gráan lit á enninu. Sumar kristnar kirkjudeildir miða ekki aðeins við Öskudaginn (e: Ash Wednesday) sem upphaf páskaföstunnar heldur bera þeir einnig krem gert úr ösku á meðlimi sína til minningar um synd okkar, dauðleika okkar allra og það gjald sem var greitt til að fjarlægja hvoru tveggja.

Hvort sem þú berð ösku á ennið þitt eða ekki þá er það við hæfi að koma fram fyrir Drottin í auðmýkt, krjúpa á kné og viðkenna fyrir sjálfum þér að þú þarft á frelsara að halda. Abraham sagði ,,Ég [er] duft eitt og aska,” (1. Mósebók 18:27), og það erum við líka.

Þar sem við erum sköpuð af Guði, lifum í heimi Guðs, lifum undir lögmáli Guðs og erum ábyrg gagnvart dómi Guðs þá erum á slæmum stað. Okkar arfleidda, synduga DNA gerir það að verkum að við erum sek í augum Guðs áður en við fæðumst og við höldum áfram að fylla af ákefð á haug illskunnar sérhvern dag sem við lifum. Sektarkenndin sem við berum kemur með dóm Guðs - ,,Að jörðu skaltu aftur verða.” Og það sem verra er - ,,Til heljar skaltu fara.”

En páskafastan segir frá ótrúlegum sögum af þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað. Hann er lamb Guðs sem tekur á sig syndir heimsins. Hann er lamb Guðs sem tekur í burtu synd þína, sekt og fordæmingu. Líka öskuna.

Ritningin

Dag 2

About this Plan

In Our Place: Lenten Devotions

Þessi lestraráætlun mun leiða þig í gegnum Páskaföstuna og inniheldur ótrúlegar sögur um þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað.

More

Við viljum þakka Time of Grace starfinu fyrir að opna aðgang að þessari lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.timeofgrace.org